„HNEFALEIKAR ERU ÍÞRÓTTIN SEM ALLAR AÐRAR ÍÞRÓTTIR ÞRÁ AÐ VERÐA.”
— George Foreman
Gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968
Við bjóðum þér að æfa hjá elsta hnefaleikafélagi landsins, í vöggu hnefaleika á Íslandi.
KREFJAST HNEFALEIKAR SÉRSTAKS UNDIRBÚNINGS?
Fólk á öllum stigum er velkomið, bæði byrjendur og reyndir keppendur. Þjálfarinn hjálpar þér að aðlagast æfingum miðað við reynslu og markmið.
HVERNIG FARA ÆFINGAR FRAM?
Æfingin hefst með upphitun. Þá eru yfirleitt gerðar léttar hreyfiteygjur, sippað og skuggaboxað. Því næst er meginhluti æfingarinnar sem getur verið misjafn eftir því hvar er statt í æfingaferlinu: tækni-, samhæfingar- og þrekæfingar og slegið í sekkina. Það skiptist gróflega jafnt hvort fólk vinni eitt eða með félaga. Í lokin er niðurlagið, sem eru léttari æfingar, öndunaræfingar og teygjur og stundum léttir leikir til að enda daginn með bros á vör. Hver æfing er 1 til 1½ klst.
FYRSTA ÆFINGIN
Á fyrstu æfingunni þarftu einungis að mæta í íþróttafötum og í þunnbotna íþróttaskóm. Annað geturðu fengið lánað. Næsta skref væri að kaupa sína eigin boxhanska og vafninga. Spurðu bara þjálfarann um ráðleggingar.